Fuglaflensa

Eins og margir vita gengur yfir skæð fuglaflensa. MAST hefur gefið út eftirfarandi upplýsingar um meðhöndlun veikra og dauðra dýra:

  • gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika það nema með góðum einstaklings sóttvörnum svo sem með því að nota einnota hanska og veiruhelda grímu
  • tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum í samræmi við lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð.  

MAST biður um og tekur við ábendingum um veik eða dauð dýr HÉR. Ef nauðsynlegt þykri þá er best að koma tilkynningum til sveitarfélagsins í gegnum tölvupóstfangið skrifstofa@þingeyjarsveit.is.

Frekari upplýsingar um fulgaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna HÉR. á heimasíðu MAST