Það hljóp heldur betur á snærið hjá Þingeyjarsveit um daginn þegar Sigurður Haraldsson á Jaðri í Reykjadal heimsótti skrifstofuna. Sigurður kom færandi hendi og gaf Þingeyjarsveit sérsmíðuð skóhorn, ætluð þeim til hægðarauka sem eiga bágt með að klæða sig í skó. Skóhornunum verða fundnir staðir í stofnunum sveitarfélagsins og munu án efa koma að góðum notum.
Á myndinni má sjá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sveitarstjóra með skóhornin góðu.
Við færum Sigurði alúðarþakkir fyrir gjöfina.