Hátíðarhöld 17. júní

 
 

Hátíðarhöld í Þingeyjarsveit í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga verða að þessu sinni í Skjólbrekku og að Grenjaðarstað í Aðaldal.

 

Grenjaðarstaður í Aðaldal 

14:30 - Fjallkonan fríð 
Anna Karen flytur erindi um Fjallkonuna og skautbúninginn
 
Frítt er inn í safnið í tilefni 17. júní - íbúar hvattir til að nýta sér tækifærið og kynna sér safnið!

 

Skjólbrekka í Mývatnssveit

13:30 - Andlitsmálning fyrir börn
14:00 - Hátíðardagskrá
 
Hátíðardagskrá verður með hefðbundnu sniði, þar sem flutt verður hátíðarræða, ávarp og fjallkonan mun stíga á svið. Einnig verða veitt menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2023.
 
Kvenfélag Mývatnssveitar mun sjá um kaffiveitingar og Ungmennafélagið Efling grillar pylsur út á flötinni við Skjólbrekku. Hægt verður að ærslast á ærlsabelgnum við Skjólbrekku og fara í leiki á flötinni.
 
 
Persónulega safnið á Einarsstöðum 2, Reykjadal verður svo 2 ára þann 17. júní og verður safnið opið frá 13:00-17:00 - um að gera að kíkja við og kynna sér safnið!
 
 
Gerum okkur dagamun og njótum þjóðhátíðardagsins saman!