Jónas Sigurðarson úr Lundabrekku hefur gefið út samantekt um sögu heimarafstöðva í Suður Þingeyjarsýslu á árunum 1928-2020. Árið 2019 hlaut Jónas styrk frá Þingeyjarsveit til vinnslu á bókinni sem hefur nú tekið á sig lokamynd. Bókin er einstaklega fræðandi og í henni eru myndir og upplýsingar af öllur rafstöðvarbæjum í Suður Þingeyjarsýslu á árunum 1928-2020.
Við óskum Jónasi til hamingju með útfgáfu þessarar glæsulegu bókar.
Hægt er að kaupa bókina beint af Jónasi Sigurðarsyni og kostar stykkið 4.000,- kr. Hægt er að panta bókina með því að hringja í síma 894-8858 eða senda póst á lundijonas@gmail.com.