Heimreiðamokstur

Samkvæmt ný samþykktum reglum Þingeyjarsveitar um snjómokstur er ábúendum gert fært að sjá sjálfir um snjómokstur á sínum heimreiðum. Þeir sem sækjast eftir því að moka eigin heimreiðar þurfa að sækja sérstaklega um það. Sveitarfélagið auglýsir hér með eftir umsóknum um heimreiðamokstur ábúenda. Um er að ræða þriggja ára samning. Í umsókn skal taka fram tækjakost og fyrirkomulag snjómokstursins, sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum ef tækjakostur er ekki í samræmi við kröfur sveitarfélagsins. Umsóknir skulu sendar til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs á netfangið ingimar@thingeyjarsveit.is. Umsóknum skal skilað inn fyrir þriðjudaginn þriðja september næstkomandi en þá verður heimreiðamokstur auglýstur fyrir verktaka.