Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 3. mars 2022, að undangenginni umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022. Breytingin felur í sér að heimiluð verði aflaukning Hólsvirkjunar úr 5,5 MW í 6,7 MW. Skipulagsstofnun taldi framkvæmdina ekki líklega til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, því er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Úr bókun skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sér að ræða skv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga sem segir að við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg skal taka mið af því hvort hún hafi verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.
f.h. Þingeyjarsveitar
Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi