Nú eru skólar að hefjast og þeir námsmenn, yngri en 18 ára, sem munu dvelja á heimavist eða leigja sér húsnæði í vetur eiga rétt á húsaleigubótum. Umsóknir þurfa að berast tímanlega til skrifstofu Þingeyjarsveitar eða eigi síðar en 15. dag fyrsta greiðslumánaðar.
Til þess að hægt sé að afgreiða húsaleigubæturnar þarf sveitarfélagið jafnframt að fá frumrit af húsaleigusamningi auk staðfestingar á námi frá viðkomandi skólaskrifstofu.
Vinsamlegast athugið að hægt er að senda inn umsókn þó svo að nauðsynleg fylgigögn vanti. Umsóknin gildir þá frá þeim degi sem hún berst skrifstofu sveitarfélagsins, en húsaleigubætur verða ekki afgreiddar fyrr en öll nauðsynleg gögn hafa borist.
Umsóknareyðublað má finna hér á www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofu sveitarfélagsins í Kjarna.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sólveig Snorradóttir margret@thingeyjarsveit.is og í síma 512-1802
Skrifstofa Þingeyjarsveitar