Í kjölfar íbúafundar í Skjólbrekku í gær, 24. október, telja fulltrúar sveitarfélagsins rétt að koma eftirfarandi á framfæri.
Í dag hafa fulltrúar sveitarfélagsins verið í sambandi við stjórnendur RARIK og Landsnets vegna bréfs sem Sjóvá sendi á tjónþola eftir að íbúafundinum lauk í gær. Bréfið var ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram á fundinum um að RARIK og Landsnet viðurkenna bótaskyldu vegna atburðarins sem varð af völdum rafmagnsleysis þann 2. október.
Jafnframt var óskað eftir ítarlegri upplýsingum um hvernig yrði staðið að uppgjöri tjóna vegna atburðarins 2. október sl. Eftirfarandi upplýsingar hafa borist sveitarfélaginu frá RARIK og Landsneti.
Sveitarfélagið mun fylgja málinu eftir af fullum þunga með það að markmiði að íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu fá greiddar sanngjarnar bætur vegna þess mikla tjóns sem þeir hafa orðið fyrir.