Íbúafundur verður haldinn í Ljósvetningabúð 6. apríl kl. 16:00 til 18:00 þar sem farið verður yfir náttúruhamfarirnar, aurskriðurnar sem féllu í Útkinn s.l. haust. Haldin verða nokkur erindi og að þeim loknum verða umræður.
Dagskrá:
Aðgerðarstjórn á Akureyri – Hermann Karlsson
Aðgerðarstjórn á Húsavík – Hreiðar Hreiðarsson
Veðurstofan – Elín Björk Jónasdóttir og Oliver Hilmarsson
Þingeyjarsveit – Dagbjört Jónsdóttir
Rauði kross Íslands – Unnsteinn Ingason
Á fundinum verður einnig fulltrúi frá Almannavarnadeild RLS
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra