Íbúafundur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Þingeyjarsveit

Fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20 boðar Vatnajökulsþjóðgarður til fundar í félagsheimilinu Kiðagili í Bárðardal. Markmið fundarins er að kynna starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og fara yfir þau verkefni sem framundan eru á svæðinu vegna stækkunar þjóðgarðsins á austurafrétt Bárðdæla.

Dagskrá fundar:

20:00      Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs setur fundinn.

20:05      Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra

20:15      Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.
               - Almennar upplýsingar um þjóðgarðinn.

20:25      Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs.
               - Stjórnskipulag og hlutverk þjóðgarðsins.

20:40      Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, verkefnastjóri skipulags- og öryggismála hjá

                Vatnajökulsþjóðgarði.
               - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir austurafrétt Bárðdæla.

20:55      Árni Bragason, landgræðslustjóri.
               - Grólind, endurheimt vistkerfa og aðkoma bænda.

21:05      Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.

               - Verndargildi austurafréttar Bárðdæla og vöktun náttúruverndarsvæða.

                Umræður

22:00      Áætluð lok fundar

 

Allir hjartanlega velkomnir

Vatnajökulsþjóðgarður