Fara í efni

Íbúafundur vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu

Þingeyjarsveit í samstarfi við Veðurstofuna og Almannavarnir boða til íbúafundar í Ýdölum þann

9. apríl kl. 15-17.

Íbúar fá fræðslu um stöðuna í Bárðarbungu og farið verður yfir áhrif mögulegra flóða í Skjálfandafljóti sem myndu fylgja eldgosi í Bárðarbungu.

Fulltrúi veðurstofunnar fer yfir niðurstöður flóðaútreikninga og fulltrúi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mun fara yfir gildandi viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu ásamt því að svara fyrirspurnum frá íbúum.

Það er ákaflega mikilvægt að íbúar séu meðvitaðir um rétt viðbrögð og staðsetningu hjálparstöðva ef til eldgoss kemur og við hvetjum alla til að mæta á fund og fræðast!

Getum við bætt efni þessarar síðu?