Áhersla hefur verið á að draga úr yfirborðslosun þéttivatns í Dallæk og er því lagt til að bæta í niðurdælingu þéttivatns. Breyting á deiliskipulagi fellist í því að staðsettar eru tvær nýjar niðurdælingarholur fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð á þegar skilgreindu 0,4 ha niðurdælingasvæði sunnan við kæliturninn í Kröflu. Innan niðurdælingarsvæðisins er fyrir ein niðurdælingarhola sem var boruð árið 2022.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 18. nóvember 2024. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1189/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.
Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar