Kæru íbúar
Þann 29. maí sl. lét ég af störfum hjá hjá Þingeyjarsveit og mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir góð kynni og samskipti í gegnum árin.
Þetta eru orðin 12 ½ ár sem ég hef starfað hjá sveitarfélaginu, fyrst sem verkefnastjóri, því næst sem skrifstofustjóri og sl. tíu ár sem sveitarstjóri. Þessi ár hafa liðið ótrúlega hratt en þannig er það þegar verkefnin eru skemmtileg, krefjandi og lærdómsrík. Ég geng þakklát og sátt frá borði og óska ykkur öllum alls hins besta.
Takk fyrir mig.
Með kærleikskveðju
Dagbjört Jónsdóttir