Heildarstefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 12. desember. Mikil vinna fór í stefnumótunina sem er hin glæsilegasta og þakkir fá íbúar fyrir þá vinnu sem þeir lögðu til við gerð hennar.
Ráðgjafafyrirtækið Arcur sá um gerð stefnunnar og voru meðal annars haldnir þrír íbúafundir, fundir með fulltrúum atvinnulífsins, vinnufundir með starfsfólki sveitarfélagsins, könnun á heimasíðu sveitarfélagsins, samtal við kjörna fulltrúa og fleira.
Ráðgjafar Arcur munu kynna stefnuna fyrir okkur á rafrænum fundi á Teams þriðjudaginn 17. desember kl. 17.
Við hvetjum alla til að taka þátt og kynna sér stefnu sveitarfélagsins næstu árin!