Leikskólakennari við Leikskólann Yl í Mývatnssveit

Leikskólakennari

Leikskólakennari/leikskólastarfsmaður óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 80-100% starf.

Ylur er eins deilda leikskóli í Mývatnssveit en grunnskólinn Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samrekin. 24 nemendur eru í leikskólanum eru á aldrinum 1-6 ára, en börn eru tekin inn í leikskólann frá 10 mánaða aldri. Ylur er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu. Mikið og gott samstarf er á milli leik- og grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar.

Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan leikskólakennara. Leitað er að einstaklingi með góða hæfni og lipurð í samskiptum, með góða þekkingu og reynslu af leikskólastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda
  • Taka þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra
  • Sinna verkefnum er varðar uppeldi og menntun nemenda sem yfirmaður felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af starfi leikskólakennara er mikill kostur

Við leitum af starfsfólki sem

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
  • Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
  • Hefur reynslu/menntun af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum

Fríðindi í starfi
Stytting vinnuviku
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Flutningsstyrkur