Við breytingar á lögum um meðhöndlun á úrgangi er óheimilt að urða lífrænan úrgang með öðru sorpi. Umhverfisnefnd hefur því um nokkurt skeið leitað leiða til að meðhöndla lífrænan úrgang. Þar sem sorphringur sveitarfélagsins er um 1.100 km þykir sá kostur að sækja lífrænan úrgang á öll heimili ekki vera fýsilegur með t.t. kostnaðar og umhverfisáhrifa. Nefndin hefur því verið að kynna sér aðra kosti s.s. notkun jarðgerðarvéla og var farið í tilraunaverkefni því tengdu með nokkrum heimilum í sveitarfélaginu, ásamt því að skoða fleiri möguleika. Nú er boðað til íbúafundar þar sem kynntar verða mögulegar útfærslur á söfnun lífræns úrgangs og mikilvægt er að fá sjónarmið íbúa þegar um svona stór og kostnaðarsöm mál er um að ræða.
Hvetjum við íbúa til að sækja þessa fundi sem verða haldnir á þremur stöðum í sveitarfélaginu og í fjarfundi.
Fundartímar:
11. nóvember í Skjólbrekku kl. 17:00
12. nóvember í Ýdölum kl. 17:00
13. nóvember í Stórutjarnarskóla kl. 17:00
13. nóvember kl 20:00 í netheimum á Teams.
Mætum og tökum þátt í þessari mikilvægu vinnu sem skiptir okkur öll máli!