Fara í efni

Listsýning í Þingey

Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.

Á sýningunni eru listaverk unnin af börnum leikskólans. Börnin unni með liti, form og efni á skapandi hátt og ýmsum mismunandi aðferðum var beitt við sköpunina. Mikil áhersla er lögð á skapandi starf í leikskólanum eins og sýningin sýnir svo skemmtilega.

Sýningin er opin öllum og eru allir hjartanlega velkomnir í Þingey að njóta listsköpunar yngstu íbúa sveitarfélagsins. Listaverkin munu prýða Þingey næstu vikurnar og hvetjum við alla til að koma og njóta.

Hér má sjá myndir af nokkrum listaverkum sýningarinnar

Getum við bætt efni þessarar síðu?