Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum

Athygli er vakin á að í næstu viku, þ.e. mánudaginn 22. til og með sunnudaginn 28. maí er íþróttamiðstöðin lokuð vegna sk. alþrifa. Í þrifunum felst þrif á sundlaugarsvæðinu, þ.m.t. sundlaug og pottar, og innviðum hússins. Til upplýsinga er sundlaugarkarið tæmt og þrifið og að því loknu er hún fyllt á ný en það ferli tekur 2 sólarhringa að lágmarki. Sama á við um pottana en eðlilega eru þeir fylltir á skemmri tíma.

Mánudaginn opnum við að nýju, stendur sá dagur upp á 2. í hvítasunnu og er opið milli kl. 12:00-16:00. Fimmtudaginn 01. júní tekur við sumaropnun, opnar miðstöðin þá kl. 10:00 og er opin allt til kl. 21:00 því sem næst alla daga sumarsins.

-forstöðumaður