Í vor var gerður nýr samningur um rotþróartæmingu í Þingeyjarsveit. Nú er því einn verktaki, Verkval ehf., með alla sveitina. Verkval mun hefja rotþróartæmingu mánudaginn 19. ágúst í sveitarfélaginu. Tæmt verður í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Bárðardal. Við biðjum fólk um að huga að aðgengi að rotþróm, hreinsa frá svo auðvelt verði að finna þær og hafa hlið ólæst. Ef fólk vill koma á framfæri einhverjum sérstökum upplýsingum þá er bent á að hafa samband við Verkval í síma 858-5588.
Sú nýlunda verður einnig tekin upp í kjölfarið, þar sem allar tæmingar verða settar inná vefinn í gegnum forrit sem tengt er kortasjá sveitarfélagsins eða map.is. Með þessu verður fólki gefið tækifæri á að fylgjast með og athuga hvenær síðast var losað. Verður það kynnt betur síðar.