Matarsókn í norðri
04.05.2022
Verkefni um uppbyggingu hringrásarhagkerfis sameinaðs sveitarfélags
Óskað er eftir samstarfsaðila um rekstur Matarskemmunnar. Markmiðið með samstarfinu er aukin nýting á staðbundnum hráefnum, uppbygging hringrásarhagkerfis sameinaðs sveitarfélags og loftslagsvæn nýsköpun sem styður sjálfbæra uppbyggingu atvinnulífs.
Hlutverk samstarfsaðila er þríþætt:
- Samstarf við mötuneyti sameinaðs sveitarfélags.
- Samstarf við bændur, veitingaaðila og aðra frumkvöðla innan sameinaðs sveitarfélags.
- Uppbygging sælkerabúðar í anddyri Matarskemmunnar.
Frekari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson í síma: 680 6666.