Með puttann á púlsinum

Mynd fengin á raudikrossinn.is
Mynd fengin á raudikrossinn.is

Það hefur verið í nægu að snúast hjá Rauða Krossinum í janúar og mikil fræðasla verið vítt og breytt um Þingeyjarsveit!

Thomas Helmig stóð fyrir skyndihjálpar námskeiði fyrir kennara og starfsfólk Þingeyjarskóla á dögunum, á meðan Unnsteinn Ingason hélt sams konar námskeið fyrir starfsfólk Stórutjarnaskóla rétt eftir áramót. Nemendur í 7.-10. bekk Stórutjarnaskóla fengu einnig ítarlega fræðslu á fjögurra klukkustunda námskeiði, og fengu sérstakt hrós frá námskeiðishaldara fyrir mikinn áhuga og góða samveru. Þá fóru líka allir starfsmenn Framhaldsskólans á Laugum á skyndihjálparnámskeið rétt upp úr áramótum.

Skyndihjálp bjargar lífum

Það er mikilvægt að allir kunni skyndihjálp og geti aðstoðað eða jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Kannt þú skyndihjálp? Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Rauði krossinn í þringeyjarsýslu býður upp á margskonar námskeið í skyndihjálp fyrir alla áhugasama. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Unnstein Ingason á netfangið gjaldkeri.thing@redcross.is.