Í vor sótti Myrra Leifsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs, tómstunda og menningarmála þriggja daga námskeiðið Connecting Rural Youth Work - International Youth Work Practices for Rural Youth Organisations í Waterford á Írlandi. Námskeiðið var ætlað til að efla æskulýðsstarf í dreifbýli í alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi. Þar fræddust þáttakendur um starfsemi Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og þau tækifæri sem þar eru í boði fyrir ungmenni. Þátttakendur skoðuðu bestu starfsvenjur í æskulýðsstarfi í dreifbýli, heimsóttu ungmennahúsið Youth Waterford og ræddu einstakar áskoranir sem þessi samfélög standa frammi fyrir, ásamt mögulegum lausnum í gegnum alþjóðleg verkefni og samstarf.
Myrra nýtti tækifærið til að mynda tengsl við svipuð samtök frá Evrópu, sem opna dyr fyrir framtíðar samstarf og ungmennaskipti. Námskeiðið skipulagði Léargas í samvinnu við SALTO Inclusion & Diversity og styrkti Erasmus+ á Íslandi ferðina. Allt var þetta mjög fræðandi og hvetjandi reynsla og hlakkar Myrra til vinna áfram með ungmennum í Þingeyjarsveit í evrópskum samstarfsverkefnum.