Norðansprotinn - ertu með hugmynd?

Dagana 16. – 20. maí næstkomandi fer fram nýsköpunarkeppnin Norðansprotinn þar sem leitað er eftir nýsköpunarhugmyndum á sviði matar, vatns og orku. Keppnin er haldin af Norðanátt sem eru regnhlífarsamtök nýsköpunar á Norðurlandi og byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra.

Verðalaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022 ásamt 500.000 krónum í verðlaunafé. Skráning í keppnina er ókeypis og er skráningarform að finna hér og má finna Facebook viðburðinn hér.

Í kjölfarið fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar. Skilafrestur á einblöðungi er til miðnættis, þriðjudginn 17. maí.

Í framhaldinu fá 5 til 8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum sem fer fram föstudaginn 20. maí klukkan 16:00 til 18:00 í Háskólanum á Akureyri.

DAGSKRÁ
Nýsköpunarvikan 16. – 20. Maí

Mánudagur – Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
Þriðjudagur – Skil á einblöðungum
Miðvikudagur – Tilkynnt um 5-8 teymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum
Fimmtudagur 11:30-12:30 – Pitch þjálfun á netinu
Föstudagur 11:30-12:30 – General prufa
Föstudagur 16:00-18:00 – Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending

Nýsköpun í norðri (NÍN) er hluti af Norðanátt og veitir verkefnisstjóri NÍN, Sveinn Margeirsson, allar frekari upplýsingar.