Norðaustuvegur um Skjálfandafljót í Kinn - matsáætlun

Vegna umhverfismats Norðausturvegar um Skjálfandafljót í Kinn hefur Vegagerðin lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Matsáætlun er upphafsskrefið í gerð umhverfismats fyrir framkvæmdir. Í matsáætlun koma fram upplýsingar um framkvæmd, framkvæmdarsvæði, umfang og áherslur umhverfismats, kynningu, tímaáætlun ofl. sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa um umhverfismat framkvæmda HÉR á síðu Skipulagsstofnunar.

Öllum gefst tækifæri á að kynna sér matsáætlunina og veita umsögn um hana á Skipulagsgáttinni til 11. Nóvember 2024.