Nú skal byggja!

Brák íbúðafélag og Þingeyjarsveit óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Þingeyjarsveit og Brák íbúðafélag hses. stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Mývatnssveit og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki, annast framkvæmd verkefnis og afhenda fullfrágengnar íbúðir í samráði við sveitarfélagið og Brák.

Fyrirhugað er að Brák verði þátttakandi í byggingu á tveimur íbúðum þar sem íbúðir Brákar verði annars vegar 65 fermetrar og hins vegar 95 fermetrar að stærð.

Gögn fyrir áhugasama samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á brakibudafelag@brakibudafelag.is og skal gögnum skilað fyrir miðvikudaginn 11. desember 2024.

Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna.

Nánari upplýsingar veita Einar Georgsson framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags (einar.georgsson@brakibudafelag.is) og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar (rjona@thingeyjarsveit.is).