Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti, en fossinn var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.
Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sjá hér:
Á kynningarfundinum verður farið í stuttu máli yfir áætlunina og eftir það verða fulltrúar sem unnu áætlunina tilbúnir að svara spurningum.
Fundurinn fer fram á föstudaginn 26. nóvember kl. 14:00 - 15:00. Fundurinn fer fram stafrænt.
Hlekkur á fundinn: www.ust.is/kynningarfundur-godafoss-26-nov
Hér er hægt að finna fleiri upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar eins og fundargerðir samstarfshóps.