Á fundi sveitarstjórnar í dag var samþykkti sveitarstjórn að ráða Ingimar Ingimarsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Ingimar er 44 ára gamall skrúðgarðyrkjufræðingur frá LBHI með BA í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.
Ingimar hefur komið víða við í gegnum árinn og þekkir vel til verkefna sveitarfélaga m.a. í gegnum störf sín sem sveitarstjórnarmaður bæði fyrir Reykhólahrepp og Hafnarfjörð. Hann hefur starfað sem kennari, garðyrkjuverktaki og umhverfis- og garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar. Þá hefur hann einnig stýrt hóteli og setið í fjölda nefnda á vegum sveitarfélaga s.s. framkvæmdarráði, þjónustu og þróunarráði, nefndar um staðardagsrká 21 hjá Hafnarfjarðarbæ og skipulags-, hafnar- og byggingarnefnd Reykhólahrepps ofl.
Ingimar er giftur Silvíu Kristjánsdóttur iðjuþjálfanema og eiga þau saman tvö börn Ingibjörgu Kristínu og Melkorku Eldey en fyrir átti Ingimar einn son Skarphéðinn Gauta. Þá má til gamans geta að Ingimar er liðtækur tónlistarmaður hann starfaði m.a. sem organisti og kórstjóri Reykhólaprestakalls og er nú kórstjóri karlakórsins Svanir á Akranesi.