Rögnvaldur Harðarsson hefur verið ráðinn í stöðu byggingarfulltrúa og hefur hann störf með vorinu.
Rögnvaldur hefur unnið hjá Fasteignaskrá HMS (áður Þjóðskrá) síðastliðin 10 ár eða frá árinu 2013 í skráningu og gerð fasteignamats og brunabótamats. Á árunum 2006-2009 vann hann á teiknistofunni Kollgátu Akureyri og frá 2009 unnið við hönnun á mannvirkjum undir eigin nafni.
Rögnvaldur er menntaður byggingafræðingur frá Vitus Bering Danmörku og hlotið löggildingu mannvirkjahönnuða, er húsasmíðameistari, með starfsleyfi byggingarstjóra og hlotið löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga. Hann stunda nú nám til löggildingar fasteigna og skipasala.
Við bjóðum Rögnvald velkomin til starfa hjá sveitarfélaginu.