Rúlluplast!

Vegna fjölda fyrirspurna um meðhöndlun rúlluplasts í Þingeyjarsveit er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri. Terra sér um að safna rúlluplasti í sveitarfélaginu. Verklagið varðandi söfnun á rúlluplasti er þannig að bændur láta Terra vita, Terra safnar saman á lista og þegar nægur fjöldi er kominn á lista, færð er góð og tækifæri til er plastið sótt. Bændur hafa gjarnan sett saman facebooksíður, smalað sjálfir saman og hringja svo inn lista til Terra. Sveitarfélagið hirðir ekki rúlluplast né hefur umsjón með hirðingu þess.  

Síminn hjá Terra er 414-0200 og hægt er að senda þeim tölvupóst á póstfangið nordurland@terra.is