Seyran tekin í notkun.

Eins og flestir vita var boðin út rotþróarlosun í Þingeyjarsveit, þar sem Verkval ehf var hlutskarparst. Í tengingu við það var ákveðið að taka í notkun nýtt kerfi í kortasjá sveitarfélagsins (map.is/thing) . Þetta kerfi er kallað Seyran og er kortasjá yfir rotþrær sveitarfélagsins og losun á þeim. Nú geta íbúar og sumarbústaðaeigendur flett því upp sjálfir hvenær rotþróin var losuð. Í dag var opnað fyrir þessa kortasjá og má nálgast upplýsingarnar á þessum hlekk HÉR. Þegar komið er inn á kortasjánna þarf að haka í veitur í hægra horni sbr. mynd, þá birtast litlir punktar á kortinu sem ýmist eru grænir eða vínrauðir. Grænmerktir punktar eru þeir sem teknir voru þetta árið hinir eru árið á undan. 

Verkval ehf. sér um að fylla inn í grunnin sem gerist nokkuð fljótlega eftir losun. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að auðvelda íbúum að fylgjast með hvenær rotþróin var losuð síðast án þess að þurfa að hringja sérstaklega á skrifstofu sveitarfélagsins. Hér er því um aukna þjónustu að ræða sem á vonandi eftir að koma öllum til góða.