Ungmennafélagið Mývetningur rekur skíðalyftu við Kröflu í Mývatnssveit. Lyftan var sett upp árið 2001 og var fengin úr Ármannsgilinu á sínum tíma. Mývetningar með styrk frá nærsamfélaginu hafa lagt ómælda vinnu í að halda lyftunni við, setja upp snjógirðingar og halda troðaranum á lífi. Lyftan er opin þrisvar í viku þegar skíðaæfingar eru haldnar, hægt er að fylgjast með opnun lyftunnar á facebook svæði skíðasvæðisins.
Yfir Vetrarhátíðina sem hefst í dag verður lyftan opin og lögð skíðagönguspor, allir eru hvattir til að kíkja á svæðið og renna nokkrar ferðir. Skíðalyftan er rekin í sjálfboðavinnu og frjáls framlög því vel þegin.