Fyrirhugað er að skilgreina verslunar- og þjónustusvæði að Sandabroti, Mývatnssveit. Unnið er samhliða að gerð breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 og deiliskipulags sem heimilar uppbyggingu allt að 20 smáhýsi til útleigu ferðamanna auk einbýlishúss til fastrar búsetu. Lóðin Sandabrot L236259 liggur austan frístundabyggðarinnar Birkilands skammt austan Voga í Mývatnssveit en var lóðinni skipt út úr landi Voga 3. Lóðin er rúmlega 6 ha og er aðkoma að henni frá Grjótagjárvegi nr. 860.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum að 26. október að skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis að Sandabroti, Mývatnssveit skuli auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsinguna má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar.
Frestur til að gera athugasemdir við lýsinguna er gefinn frá og með 2. nóvember til og með 23. nóvember 2023.
Athugasemdum skal skila inn á skipulagsgátt eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Kjarni, 650 Laugar.