Þingeyjarsveit óskar eftir tilboðum í skólaakstur skólaárin 2024-2026. Um er að ræða tvær akstursleiðir. Heimilt er að bjóða í aðra leiðina eða báðar.
Leið 9. Bárðardalur - Stórutjarnaskóli. 10 sæti. 69 km á dag
Leið 10. Ingjaldsstaðir, Fremstafell - Stórutjarnaskóli. 8 sæti. 41 km á dag
Að jafnaði eru tvær ferðir á hverjum skóladegi, sem eru um 180 á hverju skólaári.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt frá skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna frá föstudeginum 12. apríl. Síminn er 512 1800 og netfangið thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is.
Vinsamlegast takið fram í tölvupóstinum nafn og kt. fyrirtækis sem og þess einstaklings sem óskar eftir útboðsgögnum, ásamt netfangi og farsímanúmeri.
Skila ber tilboðum í lokuðu umslagi í síðasta lagi fyrir kl. 13:30 þriðjudaginn 7. maí 2024 á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna.
Þá verða þau þar opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er, hafna öllum eða hafna einstökum leiðum.
Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar