Nú í upphafi skólahalds leik og grunnskóla á nýju ári þarf að huga að ýmsum þáttum vegna samkomutakmarkana yfirvalda vegna covid farsóttar. Skólahald verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er. Horfa þarf til þessara þátta.
Við hvetjum forráðamenn barna að takmarka heimsóknir í skólana eins og kostur er og nota frekar síma og eða tölvupóst. Sama gildir um aðra vinnustaði sveitarfélagsins.
Hér má sjá reglugerðina á vef Stjórnartíðinda
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=e3757fa0-2f5a-4436-84af-fc2cac755ecc
Eins viljum við minna á að fólk passi vel upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir og virða þær almennu takmarkanir sem eru í gildi.
Opið hús eldri borgara.
Umsjónarmenn með opnu húsi eldri borgara í Þingeyjarsveit hafa ákveðið að ekki verði farið að stað aftur á nýju ári fyrr en samkomutakmarkanir verði rýmkaðar. Það mun verða auglýst sérstaklega.
Kær kveðja,
Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar vegna Covid-19