Fara í efni

Skólastjóri Reykjahlíðarskóla

Staða skólastjóra við Reykjahlíðarskóla er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst 2025. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í öflugu skólasamfélagi.

Reykjahlíðarskóli er í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með tæplega 50 nemendur í grunnskóladeild og um 25 nemendum í leikskólanum Yl. Áhersla er lögð á og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra.

Starfssvið skólastjóra:
- Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
- Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag

Menntunar- og hæfniskröfur:
- Umsækjandi skal hafa leyfi til að nota starfsheitið kennari og reynslu af kennslu á grunnskólastigi.
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.
- Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er kostur.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Skólastjóri skal vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi. Hann starfar í nánu samstarfi við sviðsstjóra og aðra stjórnendur sem heyra undir fjölskyldusvið og tekur þátt í verkefnum sem snúa að þróun í skólamálum í Þingeyjarsveit. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Ásta F. Flosadóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 512 1803 og á netfangið asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum ásamt kynningarbréfi og afriti af leyfisbréfi skal skila í tölvupósti á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?