Sorphirðudagatal

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur að verkefni sem kallast Stafræn sveitarfélög og hafa Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur tekið þátt í því verkefni.

Fyrsta afurðin sem við höfum tekið upp er rafrænt sorphirðudagatal þar sem hægt er að fletta upp næstu dagsetningu sorphirðu í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp eftir heimilisfangi og má nálgast það hér. Athugið að skrifa bara bæjarheiti/götuheiti þegar flett er upp (þ.e. ekki húsnúmer). 

Ennþá er þó hægt að skoða sorphirðudagatalið á PDF hér

Ef villa kemur upp eða heimilisfang finnst ekki, endilega hafið samband við Helgu, helga@thingeyjarsveit.is og hún vinnur úr ábendingum.