Þingeyjarsveit leitar að öflugum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fræðslumálum, íþrótta- og tómstundamálum og félagsþjónustu sem og verður tengiliður við samstarfssveitarfélög í málflokkum sviðsins. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
Helstu verkefni
- Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir sviðið
- Yfirumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess
- Vinnur að stefnumótun fyrir sviðið og stofnanir þess í samstarfi við hagaðila
- Ábyrgð á veitingu sérfræðiþjónustu innan sviðsins og tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka.
- Leiðir ytra og innra samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka.
- Starfar með fræðslu- og velferðarnefnd og íþrótta- og tómstunda- og menningarnefnd.
- Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið Tryggir heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur í samstarfi við samstarfsaðila
- Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja samfélagið.
-
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun á sviði fræðslumála
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar menntastofnana og/eða stjórnsýslu
- Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
- Reynsla af faglegri forystu og þróunarstarfi í skólum
- Reynsla af áætlanagerð og opinberri stjórnsýslu
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þekking á helstu upplýsingakerfum.
- Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
- Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2023. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Umsóknum skal skilað á netfangið umsoknir@thingeyjarsveit.is . Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 512 1800.