Starfsmaður í íþróttamiðstöð ÍMS

Laust er til umsóknar tímabundið afleysingarstarf við Íþróttamiðstöð ÍMS í Mývatnssveit sumarið 2023. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall 72-80%. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með íþróttahúsi
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
  • Almenn þrif
  • Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum
  • Eftirlit með húsnæði og búnaði, ásamt öðru sem til fellur í íþróttahúsi og á útisvæði ÍMS.

Hæfniskröfur:

  • Lágmarksaldur 18 ár
  • Reynsla í þrifum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Hreint sakavottorð

Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasöm hvött til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2023.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Framsýn stéttarfélag. Umsóknum skal skilað á netfangið ims@thingeyjarsveit.is

Nánari upplýsingar veitir Ásta Price forstöðumaður í síma 4644225 eða ims@thingeyjarsveit.is