Starfsmaður óskast í Áhaldahúsið í Mývatnssveit

Áhaldahús Þingeyjarsveitar með starfsstöð í Mývatnssveit óskar eftir að ráða öflugan einstakling í viðhaldsteymi áhaldahúss. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, með gott verkvit og er sjálfstæður í vinnubrögðum. Viðkomandi verður hluti af viðhaldsteymi sem sinnir hita,- vatns,- og fráveitu ásamt almennri þjónustu í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur-, hita-, , vatns-, og fráveitukerfa
  • Þjónusta við aðrar stofnanir sveitarfélagsins
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegum verkefnum
  • Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt
  • Fagleg vinnubrögð
  • Góð samskiptafærni
  • Góð íslensku og ensku kunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Ökuréttindi eru skilyrði
  • Vinnuvélaréttindi og aukin ökuréttindi kostur

Umsóknafrestur er til 10. mars 2023. Umsóknir sendist á tölvupósti til Lárusar forstöðumanns áhaldahúss á larus@thingeyjarsveit.is og skal henni fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni er hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lárus í síma 862-4163.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.