Stórutjarnaskóli auglýsir kennarastöðu

Um er að ræða 70% starf.

Við leitum að starfsmanni sem:

  • ber virðingu fyrir börnum og hefur áhuga á að starfa með þeim, veita þeim leiðsögn og stuðning
  • hefur góða samskiptahæfni og metnað til að takast á við fjölbreytt verkefni
  • er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir frumkvæði
  • er samstarfsfús, lausnamiðaður og vill taka þátt í teymisvinnu
  • er fær um að vera í samstarfi við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
  • getur sinnt þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan skólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunarkröfur:

  • leyfisbréf til kennslu.
  • Menntun á sviði sérkennslu, talþjálfunar eða sálfræði æskileg.

 

Stórutjarnaskóli stendur í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistaskóli með um 45 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs.

Staðan er laus frá og með 15. ágúst 2023

Umsóknarfrestur er til 19. júlí 2023

Umsóknir skulu sendar á netfangið birnada@storutjarnaskoli.is

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi

Upplýsingar í síma 4643220/8483547 eða birnada@storutjarnaskoli.is