Sumarstarf í Þjónustumiðstöð Þingeyjarsveitar
Í starfinu felst m.a. sláttur opinna svæða og umhirða lóða stofnanna, viðhald og eftirlit með eignum sveitarfélagsins, ásamt öðrum störfum sem falla undir verksvið Þjónustumiðstöðvar.
Menntunar- og hæfniskröfur :
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Geta til að vinna í teymi
- Ökuréttindi eru skilyrði
- Vinnuvélaréttindi eru æskileg
- Aukin ökuréttindi eru kostur
- Íslenskukunnátta
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar í síma 512-1800 eða í tölvupósti ingimar@thingeyjarsveit.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars og skal senda umsóknir á umsokn@thingeyjarsveit.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.