Fara í efni

Sumarstörf - Flokksstjóri vinnuskóla

Flokksstjóri vinnuskóla

Starfið felst m.a. í því að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu í samráði við verkstjóra áhaldahúss. Sinna verkefnum við hreinsun á umhverfi og almennum garðyrkjustörfum. Flokksstjóri vinnur auk þess markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda.

Hæfniskröfur:
- Vera góð fyrirmynd
- Stundvísi og vinnusemi
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt  er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní eða eftir samkomulagi.  

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2025.
Nánari upplýsingar um starfi veitir Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is eða í síma 512-1800. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Getum við bætt efni þessarar síðu?