52. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar verður haldinn Þingey, fimmtudaginn 28. nóvember 2024 og hefst kl. 13:00
Dagskrá:
Almenn mál
1. 2303021 - Skýrsla sveitarstjóra
2. 2409016 - Fjárhagsáætlun 2025
Lög fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2025 - 2028.
3. 2410003 - Gjaldskrár 2025
Lagðar fram til fyrri umræðu gjaldskrár Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025.
4. 2403048 - Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar - Samningur Akureyrarbæjar og
Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi
eystra til fyrri umræðu.
5. 2411019 - Friðlýsing Hverfjalls - tilnefning í samstarfshóp
Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá Umhverfisstofnun um tilefningu í samstarfshóp við gerð
stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hverfjall.
Skv. 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd ber Umhverfisstofnun að gera áætlanir í
samvinnu við eigendur svæða, Náttúrufræðistofnun, viðkomandi sveitarstjórnir og eftir
atvikum aðrar fagstofnanir. Lög kveða þó ekki á um samþykki sveitarstjórnar á
stjórnunar- og verndaráætlun líkt og kveðið er á um vegna friðlýsinga.
Ef sveitarfélagið kýs að tilnefna ekki fulltrúa í samstarfshóp mun eftir sem áður tillaga
að stjórnunar- og verndaráætlun verða send sveitarfélaginu til umsagnar ásamt því sem
hægt er að kynna efni hennar fyrir þeim fulltrúum sveitarfélagsins sem þess óska í
tengslum við kynningar og umsagnarferli.
6. 2411020 - Félagsþjónusta Norðurþings - uppfærður samningur um almenna
félagsþjónustu
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að uppfærðum samningi um almenna félagsþjónustu við
Norðurþing.
7. 2407009 - Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að framlengdu samkomulagi við Norðurþing um
samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum nr. 86/2021 sem tóku gildi þann
1. janúar 2022. Samkomulagið gildir frá 01.01. 2025 - 30.06. 2026.
8. 2410036 - Lóðaúthlutunarreglur
Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Þingeyjarsveit sem skipulagsnefnd vísaði
til sveitarstjórnar á 30. fundi til staðfestingar sveitarstjórnar.
9. 2208028 - Erindisbréf skipulagsnefndar
Í ljósi nýrra reglna um úthlutanir lóða er lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi
skipulagsnefndar.
10. 2310010 - Þjónustustefna 2024
Lögð fram til fyrri umræðu drög að þjónustustefnu fyrir Þingeyjarsveit 2025-2028.
11. 2411023 - Vegna slita Héraðsnefndar - tillaga vegna Nátturuverndarnefndar
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá skiptastjórn Héraðsnefndar Þingeyinga bs. er varðar
framtíð Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
12. 2411027 - Sundlaugarnefnd - ósk um fjárveitingu til uppfærslu eldri gagna
Haraldur Bóasson f.h. meirihluta sundlaugarnefndar óskar eftir fjárveitingu til
uppreiknings eldri rekstrargagna frá KPMG er varða rekstur sundlaugar í Mývatnssveit.
13. 2411026 - Úr héraði ehf. - ósk um leigu á félagsheimilinu Breiðumýri sumarið 2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum fyrirtækisins Úr héraði ehf. er
varðar leigu á félagsheimilinu Breiðumýri sumarið 2025.
14. 2411025 - Úr héraði ehf. - ósk um húsnæði til leigu.
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum Úr héraði ehf. þar sem óskað er eftir
að taka á leigu norðurenda Iðnbæjar.
15. 2411018 - Skákfélagið Goðinn - beiðni um styrk
Fyrir sveitarstjórn liggur styrkbeiðni frá Skákfélaginu Goðanum en félagið verður 20 ára
á næsta ári. Í tilefni afmælisins er áformað að halda opið mót 13. - 16. mars í
Skjólbrekku þar sem boðið verður m.a. fremstu stórmeisturum landsins. Einnig er áætlað
að markaðssetja mótið erlendis og er þar horft til Manchester og Bretlands.
Skákfélagið óskar eftir styrk til húsaleigu í Skjólbrekku dagana 12. - 17. mars í tengslum
við þetta mót.
16. 2411024 - Aðalfundur Veiðifélags Fnjóskár 2023
Fyrir sveitarstjórn liggur fundarboð á aðalfund Veiðifélags Fnjóskár 2023 sem haldinn
verður miðvikudaginn 4. desember að Skógum í Fnjóskadal og hefst kl. 20.
17. 2411028 - Lögreglusamþykk fyrir Þingeyjarsveit
Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit.
18. 2401101 - Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 - vinnugögn fyrir vinnslutillögu
Lögð fram til kynningar tillaga að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044.
19. 2410027 - Mýsköpun - hluthafalán
Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit
framselji ónýttan forkaupsrétt sinn að hlutafé í Mýsköpun að fjárhæð sex milljónir króna
til Nýsköpunarsjóðs.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
20. 2411011 - Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025 - 2029
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025 - 2029 til
umfjöllunar. Óskað er eftir að því að athugasemdir eða ábendingar berist fyrir 6.
desember.
21. 2411029 - Hjálparsveit skáta Aðaldal - umsögn vegna flugeldasýningar
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn og leyfi sveitarfélagsins sem landeiganda
vegna flugeldasýningar að Ýdölum samhliða jólabarnaballi kvenfélagnna í Aðaldal og
Reykjadal.
Fundargerðir til staðfestingar
22. 2410007F - Skipulagsnefnd - 30
Fyrir sveitarstórn liggur til staðfestingar fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar frá 20.
nóvember sl. Fundargerðin er í níu liðum. Liðir 2, 3, 4, 8 og 9 þarfnast afgreiðslu
sveitarstjórnar.
22.1 2410021 - Jarðstrengur frá Auðnum í Ljótsstaði - umsókn um framkvæmdaleyfi
22.2 2409041 - Kvíaból, skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi
22.3 2410036 - Lóðaúthlutunarreglur
22.4 2308006 - Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun
22.5 2411013 - Stækkun orkuvinnslusvæðis og ný toppþrýstingsvirkjun á
Þeistareykjum - beiðni - breyting á skipulagi
22.6 2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
22.7 2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi
22.8 2409034 - Vogar 1, starfsmannahús - breyting á skipulagi
22.9 2405024 - Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi
23. 2410008F - Byggðarráð - 30
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 30. fundar byggðarráðs frá 31.
október sl. Fundargerðin er í 12 liðum. Liðir 2, 4, 7 þarfnast afgreiðslu sveitastjórnar.
Áður hefur liður nr. 3 í fundargerðinni er fjallaði um alþingiskosningar 2024 verið
staðfestur á 51. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember.
23.1 2401041 - Íbúafundir vegna meðhöndlunar lífúrgangs í Þingeyjarsveit.
23.2 2403045 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
23.3 2410019 - Alþingiskosningar 2024
23.4 2410025 - Flugklasinn - beiðni um fjárstuðning
23.5 2410026 - Umsókn um styrk vegna afnota af Breiðumýri
23.6 2410031 - Gjaldskrárhækkanir
23.7 2410024 - Verkefnaáætlun og kostnaðarskipting í stafrænu samstarfi vegna 2025
23.8 2410037 - Barnalán - gjafir til nýfæddra barna
23.9 2410038 - Áskorun vegna skólamála á Norðurlandi eystra
23.10 2410040 - Styrkbeiðni - Félag eldri Mývetninga
23.11 2410042 - Mýsköpun - hluthafafundur
23.12 2410039 - Skeldýrarækt - minnisblað
24. 2411001F - Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 21
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar íþrótta- tómstunda- og
menningarnefndar frá 12. nóvember sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir 2 og 5
þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
24.1 2409017 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun
24.2 2409018 - Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun
24.3 2409037 - Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda
24.4 2411010 - Frístundastyrkur - erindi frá foreldri
24.5 2410003 - Gjaldskrár 2025
25. 2411003F - Byggðarráð - 31
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 31. fundar byggðarráðs frá 21. nóvember sl.
Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
25.1 2409016 - Fjárhagsáætlun 2025
25.2 2410003 - Gjaldskrár 2025
Fundargerðir til kynningar
26. 2307011 - Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir
Lögð fram fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 16. október
sl.
27. 2311142 - Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir
Lögð fram fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var þann 9.
október sl.
28. 2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október sl. lögð
fram til kynningar.
29. 2305038 - Stjórn Norðurorku - fundargerðir
Fundargerð 303. fundar stjórnar Norðurorku frá 22. október sl. lögð fram til kynningar.
30. 2311142 - Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir
Fundargerð 77. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 30. október sl. lögð fram til
kynningar.
31. 2311142 - Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir
Fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar ásamt
stefnumörkun og starfsáætlun til 2026.
Þingeyjarsveit 26. nóvember 2024.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri.