Sveitarstjórnarfundur

42. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsvetiar verður haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 13. 
 
Dagskrá
Almenn mál
1. 2303021 - Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.
 
2. 2403027 - Sveitarstjórnarfundur í maí
Á fundadagatali Þingeyjarsveitar er maí fundur sveitarstjórnar áætlaður þann 23. maí. Með hliðsjón af umfjöllun um ársreikning sveitarfélagsins er lagt til að reglulegur fundur sveitarstjórnar verði haldinn þann 16. maí nk.
 
3. 2403038 - Skólaakstur - útboð 2024
Síðastliðið sumar var skólaakstur boðinn út í Þingeyjarsveit og samningar gerðir í kjölfarið á flestum leiðum. Samningar tóku gildi frá og með 15.08.2023. Samningstími er 3 ár, þ.e. skólaárin 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026, með möguleika á framlengingu til eins árs í senn, þó ekki oftar en tvisvar sinnum.
Þrjár leiðir, nr. 9, 10 og 11, voru ekki boðnar út heldur framlengdur samningur við viðkomandi bílstjóra til eins árs. Þeir samningar renna út nú í júníbyrjun.
Í útboðsgögnum kom fram að vorið 2024 verða leiðir 9, 10 og 11 sameinaðar í eina leið sem verður þá boðin út til tveggja ára.
 
4. 2403045 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Lagður fram viðauki 1. við fjárhagsáætlun ársins. Viðaukinn hljóðar upp á 2.200.000 vegna viðhalds við húsnæði á Kálfaströnd.
Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.
 
5. 2403041 - Forsetakosningar - kjörstaðir
Þann 1. júní nk. verður kosið til embættis forseta Íslands. Fyrir liggur að ákveða kjörstaði vegna kosninganna.
 
6. 2401083 - Stefnumótunarvinna 2024
Fyrir sveitarstjórn liggja tvö tilboð í stefnumótunarvinnu fyrir Þingeyjarsveit.
 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 2403020 - Náttúrustofa Norðurlands - rekstur 2024
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að viðauka við samning um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands en slíkir viðaukar hafa verið sendir sveitarstjórnum um land allt sem aðild eiga að náttúrustofum. Um er að ræða breytingu gildistíma samnings sem gerður var 4. mars 2019 um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Í viðauka er lagt til að samningur verði framlengdur um eitt ár og gildi út árið 2024 en ekki 2023 eins og upphaflegi samningurinn kvað á um.
 
8. 2403022 - Kjarasamningar 2024 - yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Sambandsins
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem því er beint til sveitarstjórna að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.
 
9. 2403030 - HGF ehf. - gisting í flokki IV - rekstrarleyfi
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, um leyfi til reksturs gististaða í flokki IV - A hótel, Hótel Goðafoss, Fosshóli, 645 Fosshóll, nýtt leyfi. Um er að ræða þrjú rými undir sama fasteignanúmeri, hámarksfjöldi alls 54 auk 60 í veitingarými.
F2161893 020101 - hámarksfjöld 14 60 í veitingarými
F2161893 070101 - hámarksfjöldi 14
2161893 090101 - hámarksfjöldi 26
Umsækjandi er HGF ehf.
 
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2403003F - Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 16
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 16. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 12. mars sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liðir 1 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.1 2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja
10.2 2401106 - Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort
10.3 2403018 - Styrkir til menningarmála 2024
10.4 2402006 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024
 
11. 2403001F - Byggðarráð - 18
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 18. fundar byggðarráðs frá 4. mars sl. Fundargerðin er í 12. liðum. Liðir 3, 5 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.1 2308010 - Seigla
11.2 2403002 - Landvinnsla - Laugum
11.3 2402031 - Bjarnarfjall - gönguleiðir - skilti
11.4 2402029 - Gjaldskrá - athugasemd
11.5 2402062 - Tónleikahald - húsnæði
11.6 2402060 - Snocross aksturskeppni - Krafla
11.7 2306036 - Trúnaðarmál
11.8 2311018 - Trúnaðarmál
11.9 2403006 - Þurrkur ehf. - aðalfundarboð 2024
11.10 2403005 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024
11.11 2402053 - Stafrænt pósthólf
11.12 2402035 - Hólabraut L153751 - stefna
 
12. 2403004F - Umhverfisnefnd - 15
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 15. fundar umhverfisnefndar frá xx. mars sl. Fundargerðin er í 3. liðum sem allir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.1 2402066 - Stuðningskerfi í skógrækt og landgræðslu - endurskoðun
12.2 2402073 - Vonarskarð - framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði
12.3 2403025 - Stjórnsýslulundur - Kolefnisjöfnun skrifstofu og áhaldahúss Þingeyjarsveitar
 
13. 2403006F - Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 16
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 18. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
13.1 2403031 - Reykjahlíðarskóli - breyting á skóladagatali
13.2 2403026 - Þingeyjarskóli - Ráðning skólastjóra, afleysing
13.3 2403044 - Samstarfssamningur - Aflið á Húsavík
13.4 2403040 - Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024
13.5 2403032 - Skólaþjónusta - áframhaldandi samráð
13.6 2403029 - Farsæld barna - Úrræðalisti
 
Fundargerðir til kynningar
14. 2303041 - Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn var þann 29. febrúar sl.
 
15. 2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir
Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir 944. og 945. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. febrúar sl. ath... hina dagsening vantar
 
16. 2311077 - Svæðisráð norðursvæðis - fundargerðir
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 106. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var 4. mars sl.
 
17. 2311142 - Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 23.2. sl.
 
18. 2305038 - Stjórn Norðurorku - fundargerðir
Lögð fram til kynningar fundargerð 295. fundar stjórnar Norðurorku.
 
Mál til kynningar
19. 2209033 - Hulda náttúruhugvísindasetur
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar starfsskýrsla Huldu, náttúruhugvísindaseturs vegna ársins 2023.
 
20. 2403007 - Lýðveldið Ísland 80 ára - kynning á dagskrá
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 5. febrúar 2024. Þar er kynnt dagskrá í tengslum við 80 ára afmæli lýðveldisins.
Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu eins og hentar best á hverjum stað.
 
21. 2402061 - Borgarstefna
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar drög að borgarstefnu sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögnum er til 22. mars.