Mývetningur, ungmenna- og íþróttafélag sendi 20 keppendur til leiks á 47. Andrésar andar leikana sem settir voru miðvikudaginn 19. apríl og stóðu til laugardagsins 22. apríl. Veðrið lék við þátttakendur á sumardaginn fyrsta og var fínt á föstudeginum og laugardeginum þrátt fyrir smá snjómuggu.
Þingeysku keppendurnir tóku þátt í öllum greinum mótssins, stóðu sig eins og hetjur og lönduðu m.a. verðlaunasætum í svigi, stórsvigi, snjóbrettakrossi (e. boardercross) og skíðagöngu, bæði frjálsri aðferð og hefðbundinni. Sjá úrslit m.a. hér, hér og hér. Mývetningar áttu yngsta keppandann í brettastíl (e. slopestyle) sem vakti mikla athygli. Yngstu þátttakendurnir tóku þátt í leikjabrautum á skíðum, snjóbrettum og gönguskíðum.
Keppendur 8 ára og yngri voru svo verðlaunaðir fyrir þátttökuna við mótsslit á laugardeginum og fóru upp á svið til að taka við verðlaunum.
Framtíðin er björt!