Starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Þingeyjarsveitar laust til umsóknar

Þingeyjarsveit leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf slökkviliðsstjóra.

Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Slökkviliðssjóri heyrir beint undir sveitarstjóra.

Slökkvilið Þingeyjarsveitar er vel tækjum búið og þar starfar öflugur hópur manna. Í sveitarfélaginu eru tvær slökkvistöðvar á Laugum og í Reykjahlíð.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórn og ábyrgð á rekstri slökkviliðsins
  • Ábyrgð á faglegri starfssemi, ráðningum, fræðslu og þjálfun slökkviliðsmanna
  • Umsjón húsnæðis, tækja og bíla
  • Umsjón með almennum brunavörnum og eldvarnareftirliti, úttektir, umsagnir og eftirfylgni
  • Stjórn slökkvistarfs og mengunaróhappa á vettvangi
  • Áætlanagerð og stefnumótun
  • Samskipti við hagsmunaaðila innan og utan sveitarfélagsins
  • Önnur verkefni í samráði við sveitarstjóra

 

Hæfniskröfur

  • Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000 og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.
  • Hafa lokið námi sem eldvarnaeftirlitsmaður sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
  • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
  • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg
  • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg
  • Geta til að sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Leiðtogafærni og rík færni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
  • Vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024.

Sótt er um á www.mognum.is

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is

Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.

Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.