Þingeyjarsveit óskar eftir tómstundaleiðbeinendum í félagsmiðstöð
Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Um er að ræða tímavinnu og vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram milli kl. 17:00-22:00 tvo virka daga í viku. Starfsstöðvar eru annars vegar í Reykjahlíð og hins vegar í Aðaldal.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um starfið veitir Myrra Leifsdóttir verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála í myrra@thingeyjarsveit.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað á vef Þingeyjarsveitar. Umsóknarfrestur er til 5. september.