Í vikunni var undirritaður samningur við Tónkvíslina, söngkeppni framhaldsskólans á Laugum.
Af því tilefni komu Nikola María Halldórsdóttir og Jasmín Eir Eggertsdóttir fulltrúar Tónkvíslarinnar á skrifstofu sveitarfélagsins og undirrituðu samninginn.
Tónkvíslin var fyrst haldinn árið 2006 og hefur fjölmargt tónlistarfólk stigið þar sín fyrstu skref á framabrautinni enda tónlistarmenning rótgróin í Framhaldsskólanum á Laugum.
Tónkvíslin verður haldin 11. mars nk. Hvetjum við íbúa og nágranna til að fjölmanna á þessa metnaðarfullu söngkeppni.