Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti í stíg (án jöfnunarlags og malbiks) með fláum og skeringum, lagningu ræsa, að fjarlægja og endurnýja girðingar ásamt fleiru. Kaflinn sem um ræðir er milli Dimmuborga og Skútustaða og er heildarlengd stígs um 10,1 km.
Helstu magntölur:
Uppúrtekt nýtt í fyllingar og fláa um 7.000 m³
Efni úr námu verkkaupa um 16.000 m³
Efni úr námu verktaka um 17.000 m³
Ræsi um 40 stk.
Girðingar um 2.500 m
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. október 2022.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá 12. apríl 2022. Til að fá útboðsgögn þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma á netfangið
Tilboðum skal skila á Skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn eigi síðar en þriðjudaginn 26. apríl kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.