Veist þú um verkefni fyrir áfangastaðaáætlun?

Nú stendur yfir vinna við uppfærslu áfangastaðaáætlun Norðurlands. Óskað hefur verið eftir því við sveitarfélagið að sendi tillögu að fimm verkefnum sem fara í forgang á áfangastaðaáætlun. Verkefni á þessum forgangslista eru líklegri en önnur að fá styrki t.d. úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Sveitarfélagið óskar eftir tillögum að verkefnum sem gætu átt heima á slíkum lista. Þetta geta verið verkefni allt frá skipulagsgerð svæða yfir í framkvæmdir á skipulögðum svæðum. 

Þeir sem hafa tillögur að verkefnum eru hvattir til að senda inn skráningu HÉR fyrir 1. ágúst nk.  Í kjölfarið gerir atvinnu- og nýsköpunarnefnd tillögu til sveitarstjórnar um forgangsverkefni inn á áfangastaðaáætlun.